Eins og áður hefur komið fram þá birti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nýlega spá um efnahagshorfur í heiminum. Þar kom meðal annars fram að sjóðurinn spái því að heimshagkerfin vaxi að meðaltali um 3,1% á þessu ári og 3,4% árið 2017.

Útanga hafði ekki eins slæm áhrif og búist var við

AGS hækkar spá fyrir hagvöxt í Bretlandi úr 1,7% upp í 1,8%, þar sem að efnahagur landsins hefur brugðist betur við útgöngu úr Evrópusambandinu en búist var við. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lækkar hins vegar spá sinni um hagvöxt í Bretlandi árið 2017 úr 1,3% niður í 1,1% frá fyrri spá.

Þrátt fyrir þetta bendir sjóðurinn á hina ýmsu óvissuþætti þegar kæmi að útgöngu Breta úr sambandinu og vöxtur í landinu færi að miklu leyti eftir því hvernig samningsviðræður landsins við ESB myndu ganga.

Þeir sem studdu útgöngu Breta úr ESB, höfðu sakað Christine Lagarde, framkvæmdastjóra AGS, um hræðsluáróður um neikvæðar afleiðangar útgöngunnar.