Markaðsvísitölur sem mæla hlutabréfagengi í Evrópu á borð við Euro Stoxx 50, FTSE 100 og DAX hafa farið hækkandi í viðskiptum dagsins. Ein undantekning er á hækkununum en það er hin franska CAC 40 sem hefur farið lækkandi um 0,2%.

Euro Stoxx 50 vísitalan hefur þá farið hækkandi um 0,26% og hin breska FTSE 100 um 0,39%. DAX í Þýskalandi stendur í núlli við skrif fréttarinnar en hefur farið sveiflandi í viðskiptum dagsins, meðan hin franska CAC 40 hefur farið lækkandi eins og fyrr segir.

Markaðir í Asíu voru uppi og niðri eftir landsvæðum. Í Kína fór Hang Seng í Hong Kong vísitalan hækkandi um 0,48% og CSI 300 í Shanghai upp um 0,54%, meðan í höfuðborg Japan, Tokyo, fóru TOPIX og Nikkei vísitölurnar lækkandi um 0,72% og 0,49%.