Ólíklegt er að stýrivextir seðlabanka Bandaríkjanna verði hækkaðir í júlí, eins og margir höfðu spáð í júníbyrjun, en sérfræðingar telja að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu gæti orðið til þess að seinka hækkuninni sem margir hafa beðið eftir um ókominn tíma.

Eftir að í ljós kom að Bretar kusu með útgöngunni hafa markaðir brugðist við á þann hátt að Bandaríkjadalurinn styrktist mót Sterlingspundinu um meira en 3% á einum tímapunkti sem er mesta dagshækkun síðan árið 1978.

Seðlabankinn bandaríski hefur tvisvar ákveðið að halda vöxtum óbreyttum í ár vegna efnahagsaðstæðna. Þá má helst nefna óstöðugan verðbréfamarkað, lágt olíuverð og lág verðbólga auk þess sem dollarinn er sterkur sem þýðir að útflytjendur hafa orðið af einhverjum hagnaði.