Það sem af er degi hefur Úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkað um 0,94% í líflega 1,8 milljarða króna viðskiptum. Gengi bréfa Icelandair Group hefur hækkað um 3,64%, bréfa Eimskips um 2,57% og Skeljungs um 1,68%. Í gær var tilkynnt um afnám hafta.

Mest hefur veltan verið með bréf Marels, sem hefur hækkað um 0,79% í 281 milljóna króna viðskiptum og Reita, sem hafa hækkað um 0,32% í 256 milljóna króna viðskiptum.

Gengi N1 hefur lækkað um 0,43% í 170 milljóna króna viðskiptum og gengi bréfa Símans hefur lækkað um 0,27%. Eru það einu félögin sem lækkað hafa í verði í dag.

Ávöxtunarkrafa flestra skuldabréfaflokka hefur lækkað í dag, meira á styttri flokkum bréfa en þeim lengri, að undanskipum stysta óverðtryggða ríkisskuldabréfaflokknum, þar sem krafan hefur hækkað um einn punkt.

Velta á skuldabréfamarkaði það sem af er degi nemur 6,6 milljörðum króna.