Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti um 0,25% fyrir viku síðan og nú eru þeir 4,75%. Capacent hefur gefið frá sér skuldabréfayfirlit þar sem kemur meðal annars fram að töluverðar gengishækkanir hafi verið á skuldabréfamarkaði í kjölfar vaxtalækkunarinnar.

Gengi óverðtryggðra ríkisbréfa skuldabréfa hækkaði um 1,1% að meðaltali í vikunni sem leið og var hækkunin mest á lengri enda vaxtarferlisins. Gengi verðtryggðra skuldabréfa hækkaði um 0,7% að meðaltali í síðustu viku. Capacent bendir jafnframt á að til þess að fjárfestar missi áhuga á innlendum verðbréfamarkaði með þeim áhrifum að viðbrögð þeirra hafi áhrif á gengi krónunnar þyrftu vextir að fara ansi lágt eða nærri erlendum vöxtum.