Hækkun íbúðaverðs frá júní til september um 8,9% á ársgrundvelli. Það er enn yfir langtímameðaltali sem er 8,2% á ári frá 1995. Til samanburðar var 12 mánaða hækkun launavísitölu 7,4% í september. Þetta kemur fram í nýrri mánaðar skýrslu íbúðalánasjóðs fyrir nóvember.

Þá segir að sölutíma fasteigna hafi verið að styttast frá árinu 2015 en mest hafi hann styst í sveitarfélögunum í kringum höfuðborgarsvæðið þ.e. Reykjanesinu, Akranesi og Árborgarsvæðinu.

Íbúðir seljast að meðaltali undir ásettu verði og hafa gert frá árinu 2013 en mis mikið. Á fyrri hluta árs seldust íbúðir á höfuðborgarsvæðinu fyrir ríflega 99% af ásettu verði en hafa á árunum 2013-2016 selst að jafnaði á bilinu 96-98% af ásettu verði. Á seinni hluta árs hafa þær aftur farið í um 98% af ásettu verði sem er talið til marks um að hægt hafi á fasteignamarkaði. Þá hefur verð í sumum hverfum höfuðborgarinnar lækkað örlítið undanfarna mánuði í kjölfar mikilla hækkana á fyrstu mánuðum ársins.

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar voru um 20.000 manns á þrítugsaldri í foreldrahúsum en til samanburðar voru 14.000 á sama aldursbili í foreldrahúsum árið 2005 en í skýrslunni segir að það bendi til þess að aðstæður á húsnæðismarkaði hafi þrengst verulega undanfarin ár og fólk búi lengur í foreldrahúsum.