*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Erlent 23. maí 2017 15:05

Hækkanir á mörkuðum í Evrópu

Hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa hækkað í dag í kjölfar jákvæðra hagtalna á evrusvæðinu.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Kauphallarmarkaðir í Evrópu hafa hækkað í dag í kjölfar jákvæðra talna um ástand hagkerfa evrulandanna. Samevrópska hlutabréfavísitalan Stoxx 600 hækkaði um 0,18%, í dag en einnig eru hækkanir öðrum vísitölum, til að mynda FTSE vísitölunni um 0,12% og Dax vísitölunni um 0,15%.

Nýjar hagtölur sína að hagvöxtur á evrusvæðinu virðist vera orðinn sterkur, og sérstaklega virðist sem væntingar séu miklar í einkageiranum í Frakklandi, eftir kjör Emmanuel Macron sem forseta að því er CNBC greinir frá.

Banka- og teiknigeirinn hækkar mest

Verðgildi bankageirans hefur hækkað þónokkuð í viðskiptum dagsins, en mestu munar í hækkunum í tæknigeiranum, í kjölfar samkomulags Nokia og Apple vegna deilna um höfundarétt milli fyrirtækjanna. Franska fjölmiðlafyrirtækið Vivendi hefur hækkað einna mest, eða um 1,71% í kjölfar frétta um að fyrirtækið hyggðist selja hlut sinn í Universal Music Group.

Á hinn bóginn lækkaði svissneska fyrirtækið Clariant í verði í dag eftir miklar hækkanir á föstudag þegar í ljós kom að það myndi sameinast Huntsman Corp og verða að risafyrirtæki í efnaiðnaði. Jaframt hefur gengi bréfa í Marks and Spencer Group lækkað um 1,49% í dag, í kjölfar þess að kannanir á vegum samtaka breskra iðnfyrirtækja sýndu að dregið hefur úr söluaukningu í kjölfar hækkandi verðbólgu.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim