*

föstudagur, 20. október 2017
Erlent 7. september 2011 09:35

Hækkanir á mörkuðum í Evrópu

Hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa hækkað í morgun. Mesta hækkun nemur hátt í 3%.

Ritstjórn
Getty Images

Hlutabréfavístiölur hafa hækkað töluvert í Evrópu í morgun. Þýska hlutabréfavísitalan DAX hefur hækkað mest eða um 2,93%. Aðrar vísitölur hafa hækkað en aðeins minna, t.d. hefur FTSE hækkað um 1,8% það sem af er morgni. Franska vísitalan CAC 40 hefur hækkað um 2,78% og Stoxx Europe 600 um 2,18%.