Gengi hlutabréfa Icelandair Group hefur hækkað um 4,23% í 802 milljóna króna viðskiptum það sem af er degi. Hækkanirnar koma í kjölfarið á því að fyrr í dag keyptu Bogi Nils Bogason , framkvæmdastjóri fjármála og Björgólfur Jóhannsson , forstjóri Icelandair Group hluti í fyrirtækinu.

Fyrr í morgun stóð gengi bréfa félagsins í 13,83 krónum á hlut og hafði þá lækkað um 2,6% frá því viðskipti hófust. Frá því að tilkynning barst til Kauphallarinnar um viðskipti Boga hefur gengi bréfa félagsins hækkað um 7% og stendur nú í 14,8 krónum á hlut þegar þetta er skrifað.