Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 0,50% í viðskiptum dagsins í dag og endaði i 1.675,86 stigum. Gengi bréfa Sjóvár hækkaði um 1,46%, Marels um 1,20% og N1 um 0,94%. Þá hækkaði gengi Nýherja um 4,80% í litlum viðskiptum.

Gengi bréfa Eikar lækkaði um 0,94% og Haga um 0,48%. Velta á hlutabréfamarkaði í dag nam 1.696 milljónum króna og var veltan mest í viðskiptum með hlutabréf Marels, eða 431,7 milljónir króna.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,5% í dag í 13,4 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,8% í 4,9 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í 8,6 milljarða viðskiptum. Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa lækkaði lítillega í dag í 0,2 milljarða króna viðskiptum.