*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 12. september 2018 15:46

Hækkun Icelandair gekk til baka

Verð á hlutabréfum í Icelandair var óbreytt í 632 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í Icelandair var óbreytt í 632 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Fyrr í dag greindi Viðskiptablaðið frá því að Icelandair hafi hækkað um 5,7% í tæplega 300 milljóna króna viðskiptum. Sú hækkun hefur því gengið til baka. 

Mest hækkun var á verði á hlutabréfum í Högum eða 3,33% í 422 milljóna króna viðskiptum, næstmest hækkun var á verði í hlutabréfum í Eik eða um 3,14% í 185 milljóna króna viðskiptum. 

Mest lækkaði HB Grandi í Kauphöllinni í dag eða um 0,63% í þó aðeins 5 milljóna króna viðskiptum.