Icelandair Group hefur hækkað um 7,02% þegar þetta er skrifað í 316 milljóna króna viðskiptum. Er gengið komið upp í 8,54 krónur, en lægst fór það í 6,73 krónur á þriðjudaginn 12. mars eftir fréttir um kyrrsetningar á Boeing 737 Max vélum um allan heim, m.a. hjá Icelandair.

Eftir að fréttir bárust af því á miðvikudag að keppinautur félagsins, Wow air, hefði farið fram á ríkisábyrgð á lánum hefur gengi Icelandair svo rokið upp, ofan á eilitla leiðréttingu það sem eftir lifði síðustu viku.

Lokagengi bréfa félagsins á föstudag var 7,21 króna, en 7,2 krónur á þriðjudag. Síðan þá hefur hækkunin numið 18,6%. Ef miðað er við lægsta gengið í síðustu viku, þá nemur hækkunin 26,9% þar til nú.