*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 21. mars 2019 11:59

Hækkun Icelandair yfir 7% í dag

Gengi bréfa Icelandair hefur hækkað veglega í yfir 300 milljóna viðskiptum í morgun og um nærri fimmtung frá þriðjudag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Icelandair Group hefur hækkað um 7,02% þegar þetta er skrifað í 316 milljóna króna viðskiptum. Er gengið komið upp í 8,54 krónur, en lægst fór það í 6,73 krónur á þriðjudaginn 12. mars eftir fréttir um kyrrsetningar á Boeing 737 Max vélum um allan heim, m.a. hjá Icelandair.

Eftir að fréttir bárust af því á miðvikudag að keppinautur félagsins, Wow air, hefði farið fram á ríkisábyrgð á lánum hefur gengi Icelandair svo rokið upp, ofan á eilitla leiðréttingu það sem eftir lifði síðustu viku.

Lokagengi bréfa félagsins á föstudag var 7,21 króna, en 7,2 krónur á þriðjudag. Síðan þá hefur hækkunin numið 18,6%. Ef miðað er við lægsta gengið í síðustu viku, þá nemur hækkunin 26,9% þar til nú.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim