Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra segir að það séu engar ýkjur „að ein stærsta áskorunin sem stjórnendur í  heilbrigðismálum mæta – og af ört vaxandi þunga, jafnt hér á landi sem annars staðar, snúi að vaxandi framboði nýrra og afar dýrra líftæknilyfja.“ Kristján Þór sagði þetta á málþingi Frumtaka sem var haldið í Hörpu í gær undir yfirskriftinni: „Hver er réttur minn til heilbrigðisþjónustu?“ Lesa má frekar um málið á heimasíðu velferðarráðuneytisins.

Kristján vísaði auk þess til orða forstjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Dr. Margaret Chan að sumar kostnaðarsamar lyfjameðferðir væru óviðráðanlegar fyrir flesta sjúklinga, flest heilbrigðiskerfi og flest tryggingakerfi, jafnt hjá ríkum sem fátækum þjóðum.

Kostnaður ríkisins vegna S-merktra lyfja á þessu ári er samkvæmt fjárlögum áætlaður um 6,5 milljarður króna. Ráðherra tilkynnti að stofnaður hefði verið stýrihópur um samstarf Norðurlandaþjóða á sviði lyfjamála, en tilgangur hópsins er að ná niður útgjöldum við lyfjakaup.

Viðskiptablaðið fjallaði nýlega um lyfjakostnað en þá grein má sjá hér.