*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 16. júlí 2015 12:09

Hækkun tolla skýrist af SDR gengi

Við ákvörðun tolla er miðað við svokallað SDR gengi sem tekur breytingum á milli ára.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Hækkun tolla á búvöru skýrist af hækkun SDR gengis. VB.is hefur greint frá því að atvinnuvegaráðuneytið hafi hækkað tolla, sem leggjast á innflutningskvóta á búvörum samkvæmt WTO-samningum um ríflega 7%.

Fram kemur í frétt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að við ákvörðun tolla sé miðað við svokallað SDR gengi sem tekur breytingum á milli ára. Í fyrra var viðmiðunargengi SDR 175,70 en í ár er það 188,64 sem þýðir hækkun um rúm 7%. Þessi útreikningur er gerður samkvæmt tollalögum.

Sem dæmi er tollur á ostum, tollskrárnúmer 0406.3000, reiknaður með eftirfarandi hætti:

Árið 2015 er tollabinding 3,40 * 188,64 * 0,32 = 205 kr./kg.

Árið 2014 er tollabinding 3,40 * 175,70 * 0,32 = 191 kr./kg.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim