*

mánudagur, 22. apríl 2019
Erlent 31. júlí 2018 10:53

Hærri verðbólga og minni vöxtur á evrusvæðinu

Verg landsframleiðsla á evrusvæðinu jókst um 0,3% á öðrum ársfjórðungi rétt fyrir neðan spá hagfræðinga.

Ritstjórn
Mario Draghi, Seðlabankastjóri Evrópu.
epa

Verg landsframleiðsla á evrusvæðinu jókst um 0,3% á öðrum ársfjórðungi rétt undir spám hagfræðinga. Þetta kemur fram á vef Bloomberg. Neysluverðsvísitalan á svæðinu fór yfir 2% í fyrsta sinn síðan 2012.

Verðbólgan á svæðinu fór yfir verðbólgumarkmið seðlabanka Evrópu og var sú hækkun að milu leyti drifin áfram af hærra orkuverði.

Atvinnuleysi á svæðinu hefur ekki verið lægra síðan 2008 og undirliggjandi verðbólga helst í samræmi við væntingar Seðlabankans. 

Í síðustu viku sagði Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, að verndarstefna væri helsta hættan sem steðjaði að efnahagslegri velgengni svæðisins. Hann sagði jafnframt að útlit sé fyrir áframhaldandi vöxt á svæðinu. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim