Forstjóri Google, Sundar Pichai, er nú orðinn hæst launaði forstjórinn í Bandarikjunum.

Samkvæmt tilkynningu til Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna fékk Pichai alls 273.328 hlutabréf í Alphabet, móðurfélagi Google þann 3. febrúar sl. Verðmæti hlutabréfanna er um 199 milljónir dala, eða um 25,3 milljarðar króna. Sölukvaðir og atkvæðisréttarkvaðir eru þó á hlutabréfunum en þeim verður aflétt í áföngum þar til árið 2019. Heildarhlutabréfaeign Pichai nemur núna um það bil 650 milljónum dala.

Í síðustu viku varð Alphabet stærsta fyrirtæki í heimi og tók framúr Apple í heildarmarkaðsvirði.

Samkvæmt lista Forbes þá eru 10 hæst launuðu forstjórar í Bandaríkjunum, og laun þeirra, eftirfarandi:

  1. John Hammergren, pharmaceutical firm McKesson: $131.2m
  2. Ralph Lauren, founder of fashion house Ralph Lauren: $66.7m
  3. Michael Fascitelli, real estate investment trust Vornado Realty: $64.4m
  4. Richard Kinder, energy infrastructure firm Kinder Morgan: $60.9m
  5. David Cote, conglomerate Honeywell: $55.8m
  6. George Paz, pharmaceutical services firm Express Scripts: $51.5m*
  7. Jeffery H Boyd, travel and tourism website Priceline.com: $50.2m*
  8. Stephen Hemsley, US health insurance firm UnitedHealth Group: $48.8m*
  9. Clarence P Cazalot, Marathon Oil: $43.7m
  10. John C Martin, biotech company Gilead Sciences: $$43.2m