*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 31. maí 2012 14:04

Hæstiréttur hafnar beiðni Samherja

Seðlabanka Íslands ekki skylt að skila gögnum sem haldlögð voru í húsleit – húsleitin sjálf ekki úrskurðuð ógild.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Hæstiréttur hafnaði fyrir skömmu kröfu Samherja um að gögnum sem haldlögð voru í húsleit hjá fyrirtækinu verði skilað og að húsleitin sjálf verði úrskurðuð ógild.

Sem kunnugt er gerði Seðlabanki Íslands, með aðstoð Sérstaks saksóknara, húsleit á skrifstofum Samherja á Akureyri og í Reykjavík þann 27. mars sl. Var lagt hald á umtalsverðu magni af gögnum en tilefnið var grunur um brot á gjaldeyrislögum.

Samherji kærði málið til héraðsdóms og krafðist þess annars vegar að gögnunum yrði skilað auk þess sem húsleitin yrði úrskurðuð ógild. Héraðsdómur varð ekki við þeirri beiðni en gerði þó margvíslegar athugasemdir við rannsóknina eins og Viðskiptablaðið greindi frá í síðustu viku.

Samherji kærði þann úrskurð til Hæstaréttar sem í dag staðfesti úrskurð héraðsdóms.