*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 1. febrúar 2013 17:49

Hætta við rannsókn á lögreglumönnum

Ríkissaksóknari hefur fellt niður rannsókn á máli manna sem unnu bæði fyrir sérstaka saksóknara og þrotabú Milestone.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ríkissaksóknari hefur fellt niður rannsókn á hendur lögreglumönnunum Jóni Óttari Ólafssyni og Guðmundi Hauki Gunnarssyni sem grunaðir eru um að hafa notað upplýsingar sem þeir öfluðu í störfum sínum hjá embættis sérstaks saksóknara þegar þeir unnu fyrir þrotabú Milestone. 

Sérstakur saksóknari kærði mennina til ríkissaksóknara í apríl í fyrra vegna hugsanlegra brota á þagnarskyldu. Að lokinni rannsókn ríkissaksóknara var tekin ákvörðun um að fara ekki með málið fyrir dóm. Embætti sérstaks saksóknara heyrði fyrst af því í dag að málið yrði látið niður falla. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim