*

föstudagur, 20. október 2017
Erlent 21. apríl 2012 11:23

Hættir hjá Disney eftir flopp John Carter

Yfirmaður kvikmyndaframleiðslu Disney átti 15 ára farsælan feril að baki hjá Disney og Disney Channel.

Ritstjórn
None

Rich Ross, yfirmaður kvikmyndaframleiðslu Disney, hefur sagt upp störfum í kjölfar þess að ævintýrakvikmyndin John Carter varð eitt stærsta „flopp“ í sögu kvikmyndaframleiðslu Disney.

Ross, sem hefur starfað hjá Disney í 15 ár og verið yfirmaður kvikmyndaframleiðslu Disney síðan 2009, sagði í tölvupósti til starfsmanna í gær að hann teldi að staðan hentaði honum sér ekki lengur.

Ross á þó farsælan feril að baki en hann var yfirmaður Disney Channel sjónvarpsstöðvarinnar þegar stöðin framleiddi og sýndi þáttaseríurnar High School Musical og Hannah Montana.

Eins og áður hefur komið fram stefnir í að tap Disney af myndinni verði um 200 milljónir Bandaríkjadala.  

Stikkorð: Disney John Carter Rich Ross