Föstudagur, 27. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hættir hjá Disney eftir flopp John Carter

21. apríl 2012 kl. 11:23

John Carter

Yfirmaður kvikmyndaframleiðslu Disney átti 15 ára farsælan feril að baki hjá Disney og Disney Channel.

Rich Ross, yfirmaður kvikmyndaframleiðslu Disney, hefur sagt upp störfum í kjölfar þess að ævintýrakvikmyndin John Carter varð eitt stærsta „flopp“ í sögu kvikmyndaframleiðslu Disney.

Ross, sem hefur starfað hjá Disney í 15 ár og verið yfirmaður kvikmyndaframleiðslu Disney síðan 2009, sagði í tölvupósti til starfsmanna í gær að hann teldi að staðan hentaði honum sér ekki lengur.

Ross á þó farsælan feril að baki en hann var yfirmaður Disney Channel sjónvarpsstöðvarinnar þegar stöðin framleiddi og sýndi þáttaseríurnar High School Musical og Hannah Montana.

Eins og áður hefur komið fram stefnir í að tap Disney af myndinni verði um 200 milljónir Bandaríkjadala.  Allt
Innlent
Erlent
Fólk