Birgir S. Bjarnason hefur óskað eftir því að víkja úr stjórn Símans og Mílu á meðan mál gegn honum eru til meðferðar fyrir dómstólum samkvæmt tilkynningu frá Símanum . Birgir var í haust ákærður af héraðssaksóknara fyrir stórfelld skattsvik. DV greindi frá því í nóvember að Birgi væri gefið að sök að hafa skotið tæplega 25 milljónum króna frá skatti við stjórn Íslensku umboðssölunnar hf., sem hætt hefur rekstri.

Birgir sat einnig í stjórn Félags atvinnurekenda (FA), þar sem hann var um tíma formaður stjórnar. Í byrjun nóvember tilkynnti félagið að hann hefði vikið sæti og sagt sig frá störfum í stjórn FA á meðan málið væri til meðferðar fyrir dómstólum.