*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 3. desember 2018 18:07

Hættir í stjórn Símans eftir ákæru

Birgir S. Bjarnason hefur vikið úr stjórn Símans á meðan skattsvikamál gegn honum eru til meðferðar fyrir dómstólum.

Ritstjórn
Birgir S. Bjarnason, hefur sagt sig úr stjórn Símans.
Aðsend mynd

Birgir S. Bjarnason hefur óskað eftir því að víkja úr stjórn Símans og Mílu á meðan mál gegn honum eru til meðferðar fyrir dómstólum samkvæmt tilkynningu frá Símanum. Birgir var í haust ákærður af héraðssaksóknara fyrir stórfelld skattsvik. DV greindi frá því í nóvember að Birgi væri gefið að sök að hafa skotið tæplega 25 milljónum króna frá skatti við stjórn Íslensku umboðssölunnar hf., sem hætt hefur rekstri. 

Birgir sat einnig í stjórn Félags atvinnurekenda (FA), þar sem hann var um tíma formaður stjórnar. Í byrjun nóvember tilkynnti félagið að hann hefði vikið sæti og sagt sig frá störfum í stjórn FA á meðan málið væri til meðferðar fyrir dómstólum. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim