*

sunnudagur, 19. maí 2019
Innlent 7. desember 2018 17:05

Hættu við sölu á Medis og Valur hættir

Ísraelska lyfjafyrirtækið Teva hefur hætt við söluferli á íslenska félaginu Medis, en brasilískt félag hugðist kaupa.

Ritstjórn
Valur Ragnarsson er hættur sem forstjóri Medis.
Haraldur Guðjónsson

Hætt hefur verið við að selja íslenska lyfjafyrirtækið Medis til Brasilíska fyrirtækisins EMS að því er Morgunblaðið greinir frá. Viðskiptablaðið sagði frá því í byrjun október að ísraelska lyfjafyrirtækið Teva, sem á Medis, hyggðist selja félagið til brasílíska félagsins, en það hafði verið í söluferli frá því í ágúst í fyrra.

Var Medís verðmetið á hálfan til heilan milljarð dala, eða sem nemur 56-112 milljarða króna á þeim tíma, en fleiri félög, eins og Recipharm væru að skoða kaup á Medis.

Valur Ragnarsson forstjóri Medis hefur stigið til hliðar í kjölfar þess að hætt var við söluna, en Medís verður áfram hluti af samstæðu Tevis að sögn Sigfúsar Arnar Guðmundssonar markaðs- og samskiptastjóra Medís.

„Teva telur Medis áfram geta skapað fyrirtækinu, sjúklingum og viðskiptavinum Medis mikil verðmæti til framtíðar,“ segir Sigfús. Eftir að Valur hættir hjá Medis verða áfram þrír starfandi framkvæmdastjórar hjá félaginu hér á landi, það er Jónina Guðmundsdóttir, Hildur Ragnars og Ágúst Helgi Leósson.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim