Viðvarandi lágir vextir í helstu hagkerfum heimsins, geta ógnað alþjóðlegum fjármálastöðugleika.

Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem virðist hafa áhyggjur af vaxtastiginu í helstu hagkerfum heimsins.

Lágir vextir hafa til að mynda umtalsverð áhrif á bankarekstur og gætu leitt til enn frekari samþjöppunar meðal banka.

Slíkt myndi draga úr samkeppni og þá myndi áhættu aftur vera þjappað enn frekar saman og það í færri félög.

AGS virðist þá einnig hafa áhyggjur af lífeyrissjóðum, sem geta ekki reitt sig á örugga ávöxtun á skuldabréfamörkuðum.

Til langs tíma gæti þetta haft talsverðar afleiðingar, enda fjölgar eldriborgurum skart.