Hjónin Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir keyptu Friðheima í Reykholti árið 1995. Þá hafði Knútur nýlokið námi við Bændaskólann á Hólum og Helena garðyrkjufræði við Garðyrkjuskólann.

Upphaflega ætluðu þau aðeins að rækta grænmeti og stunda hrossarækt en þær áætlanir hafa aðeins breyst. Nú flykkjast ferðamenn á staðinn til að fræðast um ylrækt, borða góðan mat og fylgjast með hestasýningu úr 120 manna áhorfendastúku.

Hjónin hafa síðustu ár fengið ýmsar viðurkenningar fyrir reksturinn í Friðheimum. Árið 2011 fengu þau hvatningarverðlaun Ferðaþjónustu bænda. Árið 2010 voru þau kosin ræktendur ársins af Sölufélagi garðyrkjumanna og árið 2009 fengu þau hvatningarverðlaun Landbúnaðarháskóla Íslands.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .