*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 30. ágúst 2018 08:28

Hafa lagt fram matsáætlun fyrir fiskeldi

Fiskeldisfyrirtækið AkvaFuture ehf. hefur lagt fram matsáætlun fyrir fiskeldi í lokuðum sjókvíum í Ísafjarðardjúpi.

Ritstjórn
Myndin er af fiskeldi í Dýrafirði.
Haraldur Guðjónsson

Fiskeldisfyrirtækið AkvaFuture ehf. hefur lagt fram matsáætlun fyrir fiskeldi í lokuðum sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

„Fyrirtækið auglýsti áætlunina bæði í Fréttablaðinu og á héraðsmiðlinum BB í dag. Auglýsingin er liður í umsóknarferli félagsins sem stefnir á allt að 6.000 tonna eldi í fjórum innfjörðum í Djúpinu, fáist samþykki yfirvalda. Hafrannsóknastofnun hefur þegar metið burðarþol svæðisins og telur að þar sé hægt að framleiða 30 þúsund tonn af laxi árlega,“ segir í tilkynningunni. 

Í gær sendi Landssamband veiðifélaga út tilkynningu þar sem áformum fyrirtækisins var mótmælt. 

Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri AkvaFuture, segir kosti lokaðra sjókvía mikla umfram opinna. „Við höfum fengið staðfest að þessi tækni kemur alfarið í veg fyrir að laxalús skaði eldislaxinn. Jafnframt er dregið stórlega úr umhverfisáhrifum laxeldis því með auðveldum hætti má safna upp botnfalli frá eldinu.“ Þá fyrirbyggi þessi eldistækni nánast alfarið að fiskur sleppi. „Aðeins við stórkostlegar hamfarir eða mistök við flutning er hætta á því,“ segir hann.

AkvaFuture ehf. er dótturfélag norska fiskeldisfyrirtækisins AkvaDesign AS sem hannar lokuðu kvíarnar, en systurfélagið AkvaFuture AS rekur laxeldi í lokuðum sjókvíum í Brønnøysund í Noregi. Þar hefur fyrirtækið fengið svokallað „þróunarleyfi“ frá yfirvöldum. Rögnvaldur segir að það stafi af því að norsk stjórnvöld hafi ekki veitt leyfi til fiskeldis í opnum kvíum síðan 2009 vegna mikilla neikvæðra umhverfisáhrifa. „Norsk stjórnvöld veita nú aðeins ný leyfi gegn strangari kröfum; svokölluð þróunarleyfi. Það væri áhugavert að sjá þennan sama metnað fyrir nýsköpun og framþróun hér á landi,“ segir Rögnvaldur.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim