Francois Hollande, forseti Frakklands, segir tíma til að stöðva útgöngu Grikklands úr evrusamstarfinu senn á þrotum. Hins vegar verðir Grikkir að koma með nýjar tillögur í samningaviðræðum við lánardrottna til þess að unnt sé að ná samningum. BBC News greinir frá þessu.

Grikkland þarf að standa skil á 1,6 milljarða evra láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir mánaðamót. Hafa lánveitendur meðal annars farið fram á að grísk stjórnvöld skeri niður greiðslur til ellilífeyrisþega. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir hins vegar að Grikkir séu aðeins tilbúnir að skera lífeyrinn niður sem nemur 0,04 prósentum af landsframleiðslu, meðan lánveitendur vilja sjá 1 prósent niðurskurð hið minnsta.

Hollande segir það ekki afstöðu Frakka að þvinga Grikki til þess að skera niður lífeyrisgreiðslurnar. Hins vegar verði Grikkir að leggja fram aðrar lausnir til þess að hægt sé að ná samkomulagi sem sé afar mikilvægt. „Við verðum að halda áfram að vinna að lausn í málinu. Allt verður að vera reynt til þrautar til þess að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu,“ segir Hollande.