Laust fyrir hálf sex í dag höfðu hjólreiðamennirnir sem taka þátt í WOW Cyclothon safnað 9,4 milljónum í áheit  til styrktar uppbyggingu Batamiðstöðvar á geðsviði Landspítalans á Kleppi.

WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hófst í gærkvöldi kl. 19 og stendur til 26. júní.  Í keppninni verður hjólað með boðsveitarformi hringinn í kringum Ísland á innan við 72 tímum. Yfir þúsund manns eru skráðir til leiks í 115 liðum.

Lið MP Banka hefur safnað mestu í áheit eða 459 þúsund krónur. Lið Skúla Mogensen í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni, sem nefnist WOW strákar, hefur þó aðeins safnað 62 þúsund krónum í áheit.

Í fyrra söfnuðust um 15 milljónir til styrktar tækjakaupum fyrir bæklunarskurðdeild Landspítalans.