Landsbankinn telur ekki rök til að gera greinarmun á stórum og smáum fjármálafyrirtækjum í útfærslu laga um hlutfall kaupaukagreiðslna. Þetta kemur fram í umsögn bankans við minnisblaði Fjármálaráðuneytisins um frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki.

Í minnisblaðinu er opnað á þann möguleika að setja sérreglur fyrir minni fjármálafyrirtæki þar sem þeim verði heimilt að greiða allt að 100% af föstum starfslaunum í kaupauka. Núverandi hlutfall er 25% en í minnisblaðinu segir að takmörk á kaupaukagreiðslum geri smærri fjármálafyrirtæki ósamkeppnishæf.

Landsbankinn telur hins vegar að vægari reglur til smærri fjármálafyrirtækja leiði til óeðlilegrar skerðingar á samkeppnishæfni milli fjármálafyrirtækja innbyrðis.