*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 2. maí 2017 14:04

Hafliði Helgason á Hringbraut

Fyrrum ritstjóri Markaðarins og löngum blaðamaður á Fréttablaðinu ráðinn framkvæmdastjóri Hringbrautar.

Ritstjórn

Hafliði Helgason, fyrrum ritstjóri Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins, hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Hringbrautar. Hafliði, sem starfaði á Fréttablaðinu milli 2001 til 2007, tók við sem ritstjóri Markaðarins í ágúst síðastliðinn, en Hörður Ægisson tók við starfi hans í desember síðastliðnum.

Hafliði, sem er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, tekur við starfinu af Guðmundi Erni Jóhannssyni, sem verður sjónvarpsstjóri Hringbrautar og jafnframt sölu- og markaðsstjóri. Árið 2007 var Hafliði ráðinn til Reykjavík Energy Investment, en starfaði síðar hjá Framtakssjóði Íslands meðal annars.

Líkt og Kjarninn greinir frá hafa verið nokkrar breytingar undanfarið hjá Hringbraut. Rakel Sveinsdóttir hætti í mars sem framkvæmdastjóri sem og Jón Von Tetzhner dró sig út úr eigendahópi fjölmiðilsins. Fráfarandi framkvæmdastjóri er stærsti eigandi fyrirtækisins með 65% hlut, en fjárfestirinn Sigurður Arngrímsson á 19%, meðan Rakel er með sín 16% til sölu.