Samtök um betri spítala hafa sent frá sér yfirlýsingu, þar sem þau hafna rökum heilbrigðisráðherra um byggingartíma nýs spítala. Kristján ÞórJúlíusson, heilbrigðisráðherra, telur það betri kost að halda áfram að vinna í núverandi spítala við Hringbraut. Samtökin telja rök ráðherra hinsvegar ekki standast, en hann hefur haldið því fram að bygging nýst þjóðarspítala geti tekið allt að 22 ár.

Samtökin segja það fjarri öllum raunveruleika að framkvæmdatími sé svo langur. Lengd framkvæmdatíma ræðst að miklu leyti af vilja, röggsemi og staðfestu. Upplýsingar erlendis frá um byggingartíma sambærilegra bygginga sýna að í heild tekur um 4 ár að byggja nýjan spítala á aðgengilegu svæði. Að viðbættum skipulagstíma og hönnun er því rýmilegt að gera ráð fyrir 8 árum sé vel að verki staðið og fjármunir tryggðir til framkvæmda.