Hafsteinn Viktorsson hefur verið ráðinn sem forstjóri PCC BakkiSilicon frá og með mars 2017 og Jökull Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri framleiðslu frá mars 2016. PCC BakkiSilicon mun byggja og reka kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík.

Hafsteinn tekur við sem forstjóri í mars 2017 en hann mun starfa sem framkvæmdastjóri tæknisviðs frá júní 2016. Hafsteinn er viðhaldssérfræðingur St. Louis University. Á árunum 2005 til 2010 starfaði hann hjá Alcoa Fjarðaráli, fyrst sem framkvæmdastjóri áreiðanleika- og raforkuteymis 2005-2008. Árin 2008-2009 starfaði hann sem framkvæmdastjóri heilsu- og öryggisteymis og á árunum 2008-2010 sem framkvæmdastjóri framleiðslu ásamt því að vera staðgengill forstjóra. Síðustu ár hefur Hafsteinn starfað að fjárfestingaverkefnum fyrir móðurfélag Alcoa Fjarðaráls.

Jökull mun hefja störf í mars 2016 en hann er verkfræðingur að mennt. Hann hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Rio Tinto Alcan, fyrst sem leiðtogi kerreksturs árin 2004 til 2007 og síðar sem sem framkvæmdastjóri kerskála árin 2007-2012. Frá árinu 2012 hefur hann verið framkvæmdastjóri Steypuskál.