*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 30. desember 2014 12:37

Hagar fá viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins

Finnur Árnason tók við viðskiptaverðlaunum Viðskiptablaðsins úr hendi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í dag.

Ritstjórn
Gígja Dögg Einarsdóttir

Hagar hf. fengu í dag viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og tók Finnur Árnason, forstjóri fyrirtækisins, við verðlaununum úr hendi Bjarna Benediktssonar á Hótel Sögu í dag.

Frá skráningu Haga hf. á markað í árslok 2011 hefur gengi hlutabréfa félagsins hækkað um rétt tæp 200% og markaðsvirði félagsins aukist úr tæpum 16,5 milljörðum króna í 46,9 milljarða. Hagar voru fyrsta félagið sem skráð var á markað frá hruni og því var afar mikilvægt að vel tækist til. Ekki aðeins fyrir félagið sjálft og eigendur þess, bæði seljanda og kaupendur, heldur ekki síður fyrir markaðinn í heild sinni.

Strax í upphafi var mörkuð skýr arðgreiðslustefna hjá félaginu. Hagar myndu einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni og greiða hluthöfum út myndarlegan arð í stað þess að nýta hagnað af starfseminni í fjárfestingar sem ekki hafa með þessa kjarnastarfsemi að gera. Frá skráningu hafa hluthafar fengið greiddan arð sem nemur hátt í tveimur og hálfum milljarði króna.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim