Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði í dag um eitt prósentustig og stendur því í 1.763,41 stigi. Heildarvelta á mörkuðum nam 5,9 milljörðum, þar af var nam velta á hlutabréfamarkaði 3,7 milljörðum og velta á skuldabréfamarkaði 2,2 milljörðum.

Gengi bréfa Haga hækkuðu um 2,94% í 1.097 milljón króna viðskiptum í dag. Einnig hækkaði gengi hlutabréfa Eikar fasteignafélags um tæp 2,5% í tæplega 300 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfa Reita fasteignafélags hækkaði um 1,42% í 377 milljón króna viðskiptum.

Mest lækkaði hins vegar gengi hlutabréfa Tryggingamiðstöðvarinnar, eða um tæplega 1,5% í 66 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 5,6 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,7% í dag í 3,7 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í dag í 1,9 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,3% í 0,1 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 1,8 milljarða viðskiptum.