Heildarviðskipti á aðalmarkaði kauphallarinnar námu 1,5 milljarði króna og úrvalsvísitalan, OMXI8, hækkaði um 0,83%.

Bréf Haga hækkuðu mest eða um 2,85% 281 milljóna króna viðskiptum. Næst á eftir koma Skeljungur með 2,10% hækkun í 157 milljón króna viðskiptum.

Mesta veltan var í bréfum Haga. Næsta félag er N1 með 163 milljón króna viðskipti og 1,44% hækkun.

Þrjú félög lækkuðu, Arion banki, Origo og Sýn. Arion banki lækkaði mest eða um 3,31% í 97 milljón króna veltu.