Úrvalsvísitala Nasdaq Iceland, hækkaði um 0,43% í rétt um milljarðs króna viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1.674,16 stigum. Aðalvísitala Skuldabréfa hækkaði um 0,25% upp í 1.353,26 stig í tæplega 2,5 milljarðs króna viðskiptum.

Einungis tvö félög lækkuðu í virði í kauphöllinni í dag, það er Marel sem lækkaði um 0,29% í 237 milljón króna viðskiptum, niður í 340,00 krónur, og svo HB Grandi sem lækkaði um 0,34% í rétt tæplega 30 milljón króna viðskiptum. Standa bréf HB Granda nú í 29,65 krónum.

Mest var hækkun bréfa Haga, eða um 4,06% og náði gengi bréfanna upp í 35,90 krónur í 266 milljón króna viðskiptum, sem jafnframt voru mestu viðskiptin með bréf í ákveðnu félagi. Næst mest hækkun var á gengi Regins, sem hækkaði um 2,34% í 52 milljón króna viðskiptum upp í 24,05 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,5% í dag í 1 milljarða viðskiptum. Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,3% í dag í 1,9 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,4% í litlum viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 1,8 milljarða viðskiptum.