Ársreikningur Haga hf. fyrir rekstrarárið 2016/17 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í dag.

Reikningurinn er fyrir rekstarárið 1. mars 2016 til 28. febrúar 2017 og hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga.

Samkvæmt ársreikningnum nam hagnaður Haga rétt rúmum 4 milljörðum króna samanborið við 3,6 milljarða í fyrra.

Vörusala nam 80,5 milljörðum en framlegð rekstrarársins var 24,8%.

EBITDA Haga nam rúmum sex milljörðum króna en heildareignir samstæðunnar námu 30,1 milljarði í lok rekstrarársins.

Söluaukning Haga milli ára nemur um 2,7% en laun og launatengd gjöld hækkuðu um 9,6% eða um 685 milljónir króna.

Annar rekstrarkostnaður lækkaði um 177 milljónir sem má rekja til hagræðingar á borð við fækkun fermetra.

Handbært fé nemur nú um 2,4 milljörðum króna og eigið fé Haga er um 17,4 milljarðar. Félagið er fjárhagslega sterkt með eiginfjárhlutfall upp á 57,8%.