Stjórn Haga hf. hefur á tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Áætlunin mun hefjast þann 14. ágúst næstkomandi að því er kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.

Endurkaupin munu að hámarki nema 25.000.000 hlutum eða um 2,13% af útgefnum hlutum í félaginu, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei meiri en 1.000 milljónir króna. Fyrir á félagið 19.168.349 eigin hluti eða 1,64% af útgefnum hlutum. Áætlunin er í gildi til 6. júní 2018, eða fram að aðalfundi félagsins 2018, hvort sem fyrr verður, nema ef skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í höndum Arctica Finance hf.