Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,56% í dag. Hún stendur því nú í 1.745,95. Heildarvelta á mörkuðum nam 16,7 milljörðum þar af var velta á hlutabréfamarkaði 4,2 milljarðar og 12,5 milljarðar á skuldabréfamarkaði.

Gengi hlutabréfa Haga lækkaði mest í dag en gengi hlutabréfa félagsins lækkaði um 2,36% í 691 milljón króna viðskiptum. Einnig lækkaði gengi hlutabréfa Eimskips um 2,02% í ríflega 100 milljón króna viðskiptum. Talsvert var um viðskipti með bréf VÍS, en gengi hlutabréfa félagsins lækkaði um 0,64% í dag.

Einu tvö félögin sem hækkuðu í dag voru; Marel og Síminn. Gengi hlutabréfa Marel hækkaði um 0,46% í 1,2 milljarða króna viðskiptum og gengi bréfa Símans um 0,13% í 773,4 milljón króna viðskiptum.