*

þriðjudagur, 22. janúar 2019
Innlent 14. ágúst 2017 16:35

Hagar lækka um 4,15%

Bréf Icelandair Group voru þau einu sem hækkuðu í viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 1,08% í viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1788,69 stigum eftir rúmlega 3 milljarða viðskipti. Töluverð velta var einnig á skuldabréfa markaði en hún nam 14,8 milljörðum króna.

Gengi bréfa Haga lækkaði um 4,15% í 554 milljóna viðskiptum. Gengi bréfa félagsins hefur ekki verið lægra frá 28. október árið 2013 eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í dag. 

Þá lækkaði gengi bréfa N1 um 2,6% í 158 milljóna króna viðskiptum og Fjarskipta um 2,04% í 190 milljóna viðskiptum

Mest velta var með í viðskiptum mér bréf Icelandair Group sem var eina félagið sem hækkaði í viðskiptum dagsins. Bréf félagsins hækkuðu um 0,66% í 731 milljón króna viðskiptum. 

Vísitölur Gamma

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,2% í 11 milljarða viðskiptum. Þar hækkaði verðtryggði hluti vísitölunnar um 0,35% á meðan sá lækkaði óverðtryggði um 0,2%.