Verð á hlutabréfum í Högum hefur lækkað um 4,35% í 128 milljóna króna viðskiptum það sem af er degi. Hagar birtu uppgjör sitt í gær en afkoma félagsins var undir spám greinenda.

Allt rautt í Kauphöllinni

Rauður dagur hefur verið í Kauphöllinni en 14 félög hafa lækkað það sem af er degi.

Hlutabréfaverð í Símanum hefur lækkað um 2,43% í 73 milljóna króna viðskiptum. Þá hefur Icelandair lækkað um 3,52% í 41 milljóna króna viðskiptum. Hin félögin hafa lækkað um og undir 1%.

Von er á ársfjórðungsuppgjörum frá þremur félögum í dag, Símanum, Skeljungi og Icelandair Group og verða þau birt eftir lokun markaða í dag.