*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 29. janúar 2018 10:34

Hagar lækka um 4,6%

Öll félög í viðskiptum hafa lækkað í kauphöllinni í morgun, Hagar mest, en N1 næst mest. Úrvalsvísitalan er niður um 0,76%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hagar hafa lækkað um 4,60% í 266 milljón króna viðskiptum það sem af er degi í kauphöll Nasdaq Iceland í morgun. Er gengi bréfa félagsins komið niður í 39,40 en eins og Viðskiptablaðið greindi frá í morgun hefur Samkeppniseftirlitið sett skilyrði við kaup félagsins á Olíuverzlun Íslands og fasteignafélaginu DGV.

Almennt er rautt um að litast í kauphöllinni, ekkert félag hefur hækkað, en ekki hafa enn átt sér stað nein viðskipti með þrjú félög. Öll hin hafa lækkað í verði það sem af er viðskiptadegi.

Hefur Úrvalsvísitalan af þessum sökum lækkað um 0,76%, niður í 1.743,92 stig, en N1 hafa lækkað næst mest á eftir Högum, eða um 3,56% þegar þetta er skrifað. Var það í 122 milljón króna viðskiptum og fór gengið niður í 122 krónur.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim