Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 1,03% í tæplega 3 milljarða viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1.712,62 stigum. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði hins vegar nokkuð eða um 0,11% í 4,6 milljarða viðskiptum og var lokagengi hennar 1.342,79 stig.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í dag lækkaði gengi Haga umtalsvert á mörkuðum dagsins, og þegar upp var staðið nam lækkunin 7,78% í 635 milljón króna viðskiptum.

Nam gengi bréfa félagsins 33,50 krónum í lok dags, sem þýðir að markaðsvirði félagsins hefur lækkað um 3,2 milljarða í viðskiptum dagsins. Næst mest var lækkunin á bréfum Eimskipafélags Íslands, eða um 3,24% í 233 milljón króna viðskiptum, en gengi bréfa félagsins hækkaði nokkuð í lok síðustu viku og byrjun þessarar eins og Viðskiptablaðið sagði frá .

Mest viðskipti, sem og mesta hækkunin í verði, var á bréfum Icelandair, sem hækkuðu um 1,50% í 722 milljón króna viðskiptum og standa bréf félagsins nú í 16,90 krónum. Gengi bréfa félagsins hækkuðu um 11% í viðskiptum gærdagsins eins og Viðskiptablaðið sagði frá .

Næst mesta hækkunin var svo á bréfum Skeljungs sem hækkaði um 1,30% í 217 milljón króna viðskiptum og nam lokagengi bréfanna nú 7,00 krónur.