Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,95% í viðskiptum dagsins og stendur nú í 1.832,18 stigum. Heildarvelta á mörkuðum nam tæplega 12 milljörðum, þar af nam velta á hlutabréfamarkaði ríflega 3 milljörðum og tæplega 9 milljörðum á skuldabréfamarkaði.

Gengi hlutabréfa þriggja smásölufélaga lækkuðu talsvert í dag og er líklegt að opnun verslunar Costco og samkeppni við verslunina hafi haft sín áhrif. Gengi bréfa Haga lækkaði um 2,41% í 938 milljón króna viðskiptum, gengi bréfa N1 um 1,35% í 550,6 milljón króna viðskiptum og gengi bréfa Skeljungs um 2,24% í 113 milljón króna viðskiptum.

Einnig lækkaði gengi hlutabréfa Icelandair Group um 2,4% í 155,6 milljón króna viðskiptum. Mest hækkaði gengi Regins eða um 1,54% í 216,6 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 11,4 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,7% í dag í 3,1 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 7 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 3 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í 4,1 milljarða viðskiptum.  Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa lækkaði um 0,2% í dag í 1,5 milljarða viðskiptum.