*

mánudagur, 20. ágúst 2018
Innlent 12. október 2017 17:02

Hagar og Icelandair hækkuðu mest

Velta með bréf Eimskipa nam tæpum milljarði. Félagið Fjarskipti lækkaði um 1% í viðskiptum dagsins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréf í Högum og Icelandair hækkuðu um 1,7% og 1,6% í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Mest voru viðskipti með bréf Eimskipa, sem hækkaði um 0,9% í viðskiptum dagsins í tæplega milljarðs viðskiptum. Velta með bréf Haga og Icelandair var 235 og 210 milljónir.

Meirihluti fálega í Kauphöllinni hækkaði lítið eitt í viðskiptum dagsins. Þrjú stóðu í stað en gengi bréfa í Tryggingamiðstöðinni lækkaði um 0,15%, Síminn um 0,25% og Fjarskipti um 1%.

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 1,06% í viðskiptum dagsins, og stendur nú í 1.730,05 stigum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 2,4 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í litlum viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 2,3 milljarða viðskiptum.