*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 12. febrúar 2018 16:56

Hagar og N1 hækka

Icelandair lækkar í viðskiptum upp á liðlega 801 milljón króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,18% í dag og stendur í 1.775,96 stigum en viðskipti á hlutabréfamarkaði námu tæplega 3,5 milljörðum króna. Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði um 0,07% og stendur því í 1.361,69 stigum, en viðskipti með skuldabréf námu rúmlega 2,4 milljörðum króna.

Hagar hækkuðu mest eða um 1,84% í tæplega 484 milljón króna króna viðskiptum en bréf félagsins stóðu í 41,50 krónum við lok dags. Þá hækkuðu bréf N1 næst mest eða um 1,20% í rúmlega 161 milljón króna viðskiptum en bréf N1 stóðu í 126,50 krónum við lokun markaða.

Mest lækkuðu bréf Origo en í óverulegum viðskiptum. Næst mest lækkuðu bréf Icelandair eða um 0,93% í viðskiptum upp á tæplega 801 milljón króna sem jafnframt voru mestu viðskipti dagsins.