Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,52% í viðskiptum dagsins. Námu viðskiptin tæplega 1,3 milljörðum króna og fór vísitalan í 1.778,93 stig.

Aðalvísitala Skuldabréfa lækkaði um 0,02% í tæplega 3 milljarða viðskiptum og fór hún niður í 1.367,55 stig.

Mest lækkun var á bréfum Haga, eða um 3,78% í 48 milljóna króna viðskiptum og fóru bréfin niður í 43,30 krónur að verðgildi.

Næst mest lækkun var á bréfum N1 , eða um 1,93% í 273 milljón króna viðskiptum og er gengi bréfanna nú 127,00 krónur.

Eina fyrirtækið sem hækkaði í virði í kauphöllinni í dag var Eik fasteignafélag, en það fór upp um 1,00% í nánast engum viðskiptum. Fæst hvert bréf félagsins á 10,09 krónur hvert bréf.

Mest viðskipti voru svo með bréf Marel, eða fyrir 346 milljónir króna, en verð bréfanna stóð í stað í 372,00 krónum.