Eftir lokun markaða í gær birtu Hagar tilkynningu um kaup sín á Olís eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um en það sem af er morgni hafa hlutabréf í félaginu hækkað í verði um 7,24% þegar þetta er skrifað. Gengi bréfanna er nú 52,60 krónur eftir 734 milljón króna viðskipti.

Síminn hefur einnig hækkað töluvert eða um 4,33% í 748 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 4,10 krónur. Síminn birti í gær jákvæðar fréttir í árshlutauppgjöri sínu eftir lokun markaða, en eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í gær voru umtalsverð viðskipti með bréf símans í gær þó ekki hefðu bréfin hækkað mikið í verði.

N1 skilaði einnig jákvæðri árshlutauppgjöri í gær en samt sem áður hafa hlutabréf í félaginu lækkað um 0,85% í 116 milljón króna viðskiptum dagsins.