*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 24. júlí 2018 16:04

Hagar á uppleið

Hlutabréf í Högum hækkuðu um 3,83% í 229 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréf í Högum hækkuðu um 3,83% í 229 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Næst mest hækkun var hjá Skeljungi en bréfin hækkuðu um 2,89% í 48 milljóna króna viðskiptum. 

Arion banki lækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 1,20% í 12 milljóna króna viðskiptum. Næst mest lækkun var hjá Marel eða 0,38% í 621 milljóna viðskiptum. 

Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 0,34% í viðskiptum dagsins.