*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Erlent 12. apríl 2017 16:23

Hagfræðingar mæla innflytjendum bót

1.470 hagfræðingar hafa skrifað bréf sem meðal annars er stílað á Donald Trump þar sem þeir útskýra jákvæð áhrif innflytjenda á bandarískan efnahag.

Ritstjórn
Bréfið er meðal annars stílað á Donald J. Trump, forseta Bandaríkjanna.
epa

Alls 1.470 hagfræðingar sem ganga undir formerkjum New American Economy, hafa skrifað Donald J. Trump, forseta Bandaríkjanna, leiðtogum Repúblikanaflokksins á þingi og leiðtoga Demókrata, bréf þar sem að megininntakið er þetta: Innflytjendur hafa jákvæð efnahagsleg áhrif í Bandaríkjunum. Því hvetja þeir bandarísk stjórnvöld að nútímavæða innflytjendastefnuna.

Undirritaðir eru hagfræðingar sem aðhyllast hinum ýmsu stjórnmálaskoðunum, sumir þeirra vilja mikil afskipti ríkisins, en aðrir ekki. Sumir eru Demókratar en aðrir Repúblikanar. Hins vegar eru þeir allir sammála um jákvæð áhrif innflytjenda á efnahaginn. Í hópnum eru til að mynda nokkrir Nóbelsverðlaunahafar.

Þeir segjast þó allir sammála um það að innflytjendur geri Bandaríkin samkeppnishæfari í alþjóðahagkerfinu. Ef að nauðsynlegir varðnaglar séu til staðar, bjóða innflytjendur upp á tækifæri fyrir bandarískan efnahag, en ekki ógnir, að sögn hagfræðingana 1.470.

Þeir nefna nokkrar ástæður þessa;

Fólk sem flyst til Bandaríkjanna eru oft frumkvöðlar sem stofna ný fyrirtæki og ráða bandaríska starfsmenn.

Innflytjendur eru oftar yngri og geta brúað bilið þegar „baby boomers“ kynslóðin fer á eftirlaun.

Innflytjendur eru líklegri til að starfa í greinum sem snúast um frumkvöðlastarfsemi, líkt og við vísindi, tækni, verkfræði. Þetta eru greinar sem knúa áframhaldandi vöxt.

Innflytjendur koma inn í landið með mismunandi jákvæða eiginleika, sem geta hjálað fyrirtækjum og aukið framleiðni bandarískra verkamanna.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim