OECD gaf nýlega út greiningu þar sem því er haldið fram að ef Bretland segir sig úr Evrópusambandinu myndi það kosta hverja fjölskyldu fjárhæð sem nemur heilum mánaðarlaunum - 2200 pundum eða 391 þúsund krónum.

Þetta kemur fram í frétt Washington Post . OECD snertir einnig á því að hagkerfi Bretlands í heild sinni gæti dregist saman um heil 3% ef úr því verður að það segi sig úr ESB.

Afleiðingarnar til langs tíma séð gætu verið íburðarmeiri, segja hagfræðingar OECD. Bjartsýnasta spá þeirra metur sem svo að efnislegt tap af ‘Brexit’, eins og það er kallað, gæti verið 2,7% til næstu tuttugu ára - meðan svartsýnasta spáin metur tapið á 7,5% á næstu tuttugu árum.

Kosið verður um hvort Bretland verði enn í Evrópusambandinu þann 23. júní næstkomandi. Mikil umræða hefur myndast um málið á heimsvísu, og meðal annarra hefur Barack Obama varað við því að Bretar segi sig úr ESB.