Olíuvinnsla úr berglögum í Bandaríkjunum er einna ódýrasti kosturinn til olíuframleiðslu nú um stundir. Er líklegt að fjárfestingar verði frekar í þeim heldur en í stórum olíuverkefnum á hafi úti við núverandi verðlag á olíu.

Olíuvinnsla úti á hafi óhagkvæm

Við hráolíuverð í Kringum 60 Bandaríkjadali á tunnuna kemur um 60% af hagkvæmri olíuframleiðslu frá bergbroti í Bandaríkjunum, en einungis 20% frá olíuvinnslu með borpöllum úti á hafi.

Því eru fyrirtæki með eignir í bandaríska olíuiðnaðinum á landi eru því líklegri til að skila hagnaði á næstu árum heldur en þau sem reiða sig á olíuvinnslu í Norðursjónum eða undan ströndum vestur Afríku.

Meðalkostnaður lækkað um 30 til 40%

Kostnaður hefur verið lækkaður mikið í olíuiðnaðinum í heiminum nú þegar verðið hefur haldist lágt í tvö ár, en mesta kostnaðarlækkunin hefur verið í olíuvinnslu með bergbroti í Bandaríkjunum. Hefur meðalkostnaður á hverja tunnu þar lækkað um 30 til 40% en einungis um 10 til 12% í öðrum olíuvinnsluverkefnum. Þetta kemur fram í máli Simon Flowers hjá Wood Mackenzie.

Til þess að ná að skila hagnaði þarf olíuvinnsla úr Eagle Ford svæðinu í suður Texas á hráolíuverði sem nær 48 bandaríkjadölum á tunnuna, en olíuvinnsla úr Wolfcamp svæðinu í vestur Texas þarf einungis 39 bandaríkjadali á tunnuna.

Brent hráolía selst nú á 46,45 dali tunnuna samkvæmt nýjustu tölum.